Fréttir

Samið um for- og verkhönnun Fljótaganga

Vegagerðin og COWI Ísland undirrituðu miðvikudaginn 28. janúar samning um for- og verkhönnun Fljótaganga, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. For- og verkhönnun skal að fullu lokið í nóvember 2026.
Meira

Eins og ein stór fjölskylda

Kvennalið Tindastóls er nú á öðru ári sínu í Bónus deildinni en Tindastóll hafði ekki átt lið í efstu deild kvennaboltans frá því um aldamót. Það var góðkunningi körfuboltans á Króknum, Israel Martín, sem var kallaður til og fenginn til að taka við þjálfun liðsins af Helga Frey Margeirssyni sem hafði náð góðum árangri með liðið tímabilið áður. Sætið í efstu deild kom þó til af því að lið Fjölnis dró lið sitt úr keppni og tækifæri gafst sem körfuknatt-leiksdeild Tindastóls ákvað að grípa. Martín þjálfari fékk fimm erlenda leikmenn til liðs við Tindastól á fyrra tíma-bilinu en skipti þeim öllum út síðastliðið sumar og fékk þá til liðsins fjóra erlenda leikmenn og þar á meðal var hin spænska Marta Hermida sem hefur verið burðarás liðsins í vetur ásamt hinni bandarísku Maddie Sutton.
Meira

Ólöf Ásta lætur af störfum hjá FISK Seafood

Sagt er frá því á heimasíðu FISK Seafood að Ólöf Ásta Jónsdóttir hafi látið af störfum hjá fyrirtækinu nú í vikulokin. „Óla, eins og hún er alltaf kölluð, hóf fyrst störf fjá FISK árið 1993. Hún byrjaði í vinnslunni en hefur starfað sem umsjónarmaður mötuneytis síðan árið 2013 og það er óhætt að segja að hún hafi á vissan hátt haldið starfsemi FISK Seafood uppi í gegnum árin því eins og allir vita gerir maður ekkert svangur,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Tindastólsmenn tuskaðir til í Garðabænum

Það var stór dagur í íþróttalífinu í gær þegar Ísland og Tindastóll ætluðu sér stóra hluti; Ísland gegn Dönum í handboltanum og Stólarnir í körfunni þar sem þeir mættu liði Stjörnunnar í Garðabæ. Þrátt fyrir naumt tap í handboltanum gat íslenska liðið borið höfuðið hátt að leik loknum en það er því miður ólíklegt að liðsmenn Tindastóls hafi getað lyft höfði eftir háðulega útreið gegn góðu Stjörnuliði. Lokatölur í Garðabænum 125-87.
Meira

Metfjöldi rauðra veðurviðvarana árið 2025

Alls voru 327 veðurviðvaranir gefnar út árið 2025. Aldrei áður hafa jafn margar rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, en þær voru alls nítján. Allar tengdust þær sunnanillviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar.
Meira

Aðsóknarmet í sundlaugum Skagafjarðar árið 2025

Sundlaugar Skagafjarðar nutu gríðarlegra vinsælda á árinu 2025 og var aðsókn með þeim allra bestu frá upphafi.
Meira

Lífið er yndislegt | Leiðari 4. tölublaðs Feykis 2026

Eins og svo oft áður í janúarmánuði þá eru Íslendingar enn eina ferðina að fara með himinskautum á einu allsherjar handboltatrippi. Það er auðvitað óvíst hversu lengi þessi víma endist en eftir svakalegan glansleik gegn Svíum síðastliðinn sunnudag má reikna með að væntingar um verðlauna-peninga hjá Íslendingum almennt séu miklar – svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.
Meira

Frábær dansvika að baki í Grunnskólanum austan Vatna

Í síðustu viku ríkti sannkölluð dansgleði í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði þegar nemendur tóku þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri danskennslu hjá Ingunni danskennara. Á heimasíðu skólans segir að allir bekkir hafi fengið tækifæri til að hreyfa sig, læra ný spor og sumir fengu einnig tækifæri til að semja eigin dansa.
Meira

Stefán Vagn hefur áhyggjur af stöðu og þróun efnahagsmála

Í tilkynningu frá Framsóknarflokknum segir að Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, hafi óskað eftir því að fjárlaganefnd Alþingis boði fjármála- og efnahagsráðherra á sérstakan fund hið fyrsta til að ræða stöðu og þróun efnahagsmála í byrjun árs 2026.
Meira

Nú þreyjum við þorrann

Þorrinn er genginn í garð og með honum þorrablótin, sem víða eru farin að setja svip sinn á mannlífið.Blaðamanni fannst agalega flott að segja í fyrirsögn að við værum byrjuð að þreyja þorrann og fletti svo upp þýðingunni til að vera alveg viss hvað það þýddi. Það þýðir í raun að standa af sér erfiðan eða langan tíma, oft með þolinmæði og úthaldi. Þorrinn þótti harður, kaldur og erfiður og að þreyja þorrann var því bókstaflega að lifa af þennan krefjandi hluta vetrarins og þannig má segja að þorrablótin hafi orðið til. Þau voru og eru haldin til að gera þorrann bærilegri, með mat, gleði og samveru.
Meira