Fréttir

Tæknismiðjan á Hvammstanga opnar í ágúst

Í ágúst verður tæknismiðjan í samfélagsmiðstöðinni á Hvammstanga opnuð. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þar fái nemendur og íbúar tækifæri til að læra um þrívíddarprentun, forritun, hönnun, nýsköpun o.fl. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs til að þróa tæknismiðjuna og hvetjum við íbúa til að taka þátt þegar nánari dagskrá verður auglýst.
Meira

Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum

Eins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.
Meira

Velkomin á Mark Watson daginn

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ 18. júlí. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans Dagur íslenska fjárhundsins.
Meira

Opið fjós á Ytri-Hofdölum

Á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi hefur risið stór myndarlegt fjós. Húsið er 1030fm2. Legubásar eru fyrir 65 kýr og svo er aðstaða fyrir kvígu uppeldi. Einn mjaltaróbóti er á staðnum. Þórdís og Þórarinn Halldórsbörn erum bændur á bænum
Meira

Aðalfundur Ámundakinnar ehf. 2025

Í ársskýrslu félagsins er farið ýtarlega yfir reksturinn en hér er birtur úrdráttur sem Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri félgasins tók saman: Aðalfundur Ámundakinnar ehf. var haldinn 11. júlí síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi en félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu.
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður ekki auðvelt að velja“

Nú er það Maríanna Þorgrímsdóttir sem rabbar við Feyki um Húnavöku. „Ég bý á Holti á Ásum og þessa dagana er ég nú bara í sumarfríi,“ segir hún þegar spurt er um heimilisfang og stöðu. „Ég ætla að steikja vöfflur að Sunnubraut 4 í Vilkó Vöfluröltinu á föstudaginn, annað er svo sem ekki ákveðið en það er svo margt í boði í ár að það verður ekki auðvelt að velja.“
Meira

Húnvetningar með sigurmark í seiglutíma

Það voru ekki bara Stólarnir sem komust í átta liða úrslit Fotbolti.net bikarsins í gærkvöldi því lið Kormáks/Hvatar hafði betur gegn liði Árbæjar á Domusnovavellinum eftir dramatík og markaveislu. Húnvetningar voru yfir 1-3 í hálfleik en heimamenn náðu að jafna í blálokin en víti í bláblálokin tryggði Kormáki/Hvör framhaldslíf í keppninni. Lokatölur 3-4.
Meira

Leik og sprell á Króknum

„Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella,“ segir í tilkynningu á Facebook. Námskeiðið verður í boði á Sauðárkróki dagana 28. júlí til 1. ágúst frá kl. 9-12.
Meira

Formaðurinn skoraði í sigurleik á Króknum

Það verður ekki annað sagt en að Fótbolti.net bikarinn er hið besta uppbrot fyrir neðri deildar liðin í boltanum. Bikarkeppnir eiga það til að bjóða upp á óvænt úrslit og kannski enn frekar þegar komið er í neðri deildirnar. Í kvöld tóku Tindastólsmenn, sem eru um miðja 3. deild sem stendur, á móti einu af toppliðunum í 3. deild, Þrótti úr Vogum. Og já, Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu hörkuleik og eru því komnir í átta liða úrslit.
Meira

Arkís arkitektar urðu fyrir valinu með hönnun á menningarhúsi á Króknum

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í morgun var lagt fram bréf frá matsnefnd sem fór yfir tillögur þeirra bjóðenda sem tóku þátt í útboðinu „Menningarhús í Skagafirði – Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði“ ásamt yfirliti yfir mat á tillögum bjóðenda. Tillaga matsnefndar var að á grundvelli matsins verði gengið til samninga við Arkís arkitekta ehf., sem hlaut flest stig m.t.t. valforsendna útboðs fyrir verðtilboð og gæðaþætti.
Meira